miðvikudagur, mars 9

hvítir hanskar,kross og kyrtill

ekkert blogg í heila viku!
seinasta vika var frekar skrýtin þar sem að mér fannst ég ekki vera að gera neitt nema eyða tímanum í allt annað en lærdóm; eini hluturinn sem ég hefði átt að vera að eyða honum í, en nei, minn tími fór í pælingar um tilveruna á kaffihúsum sem og vangaveltum um skó. Skómálið fræga eins og það verður framvegis kallað lyktaði þannig að ég skilaði snákaskinn skónum eftir að hafa séð næstum alveg eins rip-off skó í Kringlunni og svo komu þeir í fermingarblaði Moggans (ekki nógu spes) en já þannig að ég fór og skipti í svona líka fallega 50´s bleikrauða opna skó sem eru voðalega ég, með hæl....

ég eyddi miklum tíma með pabba í seinustu viku og kíktum við út að borða og á kaffihús m.a.; alveg svakalega fínt, gott að fá pabbann minn heim.

omygod, ég var að finna spik á nýjum stað sem ég vissi ekki einu sinni að spik gæti safnast saman á og 2 nýjar hrukkur.....crap!

húðmeðferðin frá helvíti hélt áfram með ágætisárangri vil ég meina en ég á samt e-a 50 tíma eftir, ekki skemmtilegt en vonandi fer þetta skánandi; síðast datt allavega ekkert á mig en ég sofanði með maska sem storknar framan í mér og ég sofnaði með galopin munnin með sleftaumana að leka í stríðum straumi niður andlitið á mér; ég gat jú ekkert gert, ég var hörð eins og sílíkon brjóst..... hvað um það, fer aftur á morgun, vonandi fer ótti almennings við the face minnkandi og ég kemst heil frá þessu.

á föstudaginn dó Suzie bílinn hennar Önnu K. þetta var frétt í Fréttablaðinu og allt, einhver gaur bara klessti hann til helvítis og keyrði svo á Devitos; unglinar nú til dags....

helginni eyddi ég í faðmi allrar fjölskyldu minnar, atburður sem ekki hefur gerst í meira en ár, og vorum við í fermingu systur minnar. ég var komin á ról fyrir átta alla helgina, það er klst fyrr en á virkum dögum, og var að stússast og greiða hár og stíliserast, klárlega á heimavelli í alla staði. veislan heppnaðist vel og mæting var góð já og gjafirnar veglegar, enda ekki við öðru að búast frá mínu ættingjum....ég sémsagt djammaði ekkert alla helgina heldur mætti í kirkju og made smalltalk um akademískan feril minn og non existing strákamál....sem leads me to 2 things...

sko, um helgina var troðið upp á mig hvítur kirtill í safnaðarheimili keflavíkur kirkju og mér sagt að haska mér....já gott fólk, hún hélt að ég væri fermingarbarn....ÉG ER 22 ÁRA GÖMUL!!! REALLY!!!?!!!! seriously, ég veit að úti í USA heldur fólk að ég sé 16 kannski 17 en 13 ára, þessu hefði ég bara ekki trúað.....jamms, fermingarbarnið sigga... (ég er nú ekki viss um rétt minn til að vera í hvítu í kirkju en það er svo annað mál)

í dag í skólanum tók ég þátt í persónuleika/kynlífskönnun sem er alþjóðlega og ég vona að ég sé ekki frávillingur sem skekkir niðurstöður en svona kalt mat er ég frekar opin og lífsglaður einstaklingur sem svaraði nei við næstum ÖLLUM kynlífspurningunum þar sem þær byggðust á seinustu 24 klst eða seinustu 30 dögum....oh so sad. ég varð alveg bara pirruð eftir þessa könnun nema hvað ég fékk súkkulaði og lakkrís fyrir að hafa tekið þátt í henni... sumar spurningarnar byggðust líka á frekar hard core kynlífi og ég er minnst í því þannig að....
bráðum kemur kannksi betri tíð......

ég staðfest brottför til Boston við eiríku frænku (get ekki beðið!!) og dró drög að rómantísku rendez-vous með Indra...spennandi sumar í vændum.... en alveg 9 vikur þangað til...arg....

heit flaga eða hot chip tónleikar og ædol finale er málið á föstudaginn.....það verður e-ð lítillega skvísast býst ég við...ahhh frí um helgar...

speaking of which, ég var að ljúks seinustu vaktinni minn í kvöld gangi allt eftir; ég mun hitta bossinn í vikunni í spjall en annars var þetta bara seinasti dagurinn.....frekar skrýtið, ég hef aldrei ekki unnið en ég hef samt ekki áhyggjur af því að ég muni ekki njóta þess.....

ég fékk um helgina framhald af bókinni hesjustnotthatintou frá eiríku frænku og er ég að byrja að sökkva mér í hana....stelpur, það verður kallað til annars partýs í kjölfarið þannig að B-ready! merkilegt svona kynjavandamál....

speaking of...ég annaK og Inga fórum á HITCH í kvöld og það er ekkert smá gaman af þessari mynd, við fórum útaf henni eitt bros og í þvílíku stuði, ég mæli eindregið með henni sem svona skemmtilegri afþreyingu, mj0g fyndin og oft right on the money...

klukkan er margt og tími fyrir litlar fermingarstelpur að fara að sofa....
till we meet again...

hey fékk póst frá stelpu á myspace sem vill tjatta og skoða intimate kynni eins og hún orðaði það með myndum og tilheyrandi....i swing both ways like ACDC....why limit yourself to half when you can have it all?
eða e-ð svoleiðist, jú get it.

hey mystery man er á msninu mínu en er aldrei signaður inn!!! hvað er það ef ég má spyrja?

gotta gó get some REM

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæ elsku Sigga mín, þú ert svo mikið yndi... Spáðu aðeins í því að það er kannski bara hrós að eitthver skuli hafa haldið að þú værir mjög bráðþroska 13 ára stelpa hahahah og eitt sem lætur þér trúlegast líða betur er að þú ert ekki 13 ímyndaðu þér ef þú þyrftir aftur að ganga í gengnum allan drama og andskota sem hefur gengið á frá þeim aldri. Shit ég held að ég gæti það ekki ( kannski þú en nje held ekki). Ég er að fara á morgun til Boston en kem aftur heim 18 og þá býst ég við að leiðin verði löggð út á lífið er farin að sakna þín helling svo heyrumst sem allra fyrst þín Djónes

Nafnlaus sagði...

Hæhæ Sigga litla
hahahahah þokkalega fyndið blogg, sérstaklega í sambandi við kyrtilinn!! En það var kominn tími til að þú bloggaðir.... En ég var að spá hvort að ég mætti fá lánaða He´s just not that into you bokina?? Kveðja Krístrún bíóvinkonaþíníkvöld :)